Útibú erlendra móðurbanka?

mbl.is/Ásdís

Mjög nauðsynlegt er að lokið verði sem fyrst við efnahagsreikninga bankanna til að tryggja hér eðlilega bankastarfsemi. Mikilvæg forsenda endurreisnar bankakerfisins er aðkoma og eignarhald erlendra banka að einum eða fleiri nýju bankanna. Þetta kemur fram á minnisblaði vinnuhóps um efnahags- og atvinnumál sem til umræðu er í viðræðunum í Karphúsinu.

Nú liggur fyrir samantekt umræðunnar, sem átt hefur sér stað á tíu fundum í starfshópnum, þó hún sé ekki enn orðin endanleg niðurstaða um eina sameiginlega skoðun allra málsaðila á öllum efnisatriðum, skv. upplýsingum blaðsins.

Þar segir að mikilvægt sé að fram komi skýr stefnumörkun af hálfu stjórnvalda um að þau hafi áhuga á þátttöku erlendra kröfuhafa í rekstri bankanna og láti sem fyrst reyna á áhuga traustra erlendra banka sem eru kröfuhafar í gömlu bönkunum á að taka yfir rekstur eins eða tveggja nýju bankanna. „Í því sambandi verði skoðað hvort hann/þeir verði reknir sem útibú frá erlenda móðurbankanum.“

Reiknað er með að niðurstaða úr stöðugleikaviðræðunum geti legið fyrir á allra næstu dögum. Áhersla er lögð á hraða lækkun stýrivaxta sem lykilforsendu þess að sköpuð verði nauðsynleg rekstrarskilyrði fyrir atvinnulíf og heimili.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert