Margt er orðið um manninn í miðborg Reykjavíkur enda er veður með besta móti og spár um skúrir hafa ekki ræst, að minnsta kosti enn sem komið er. Lögreglan áætlar að um 50 þúsund manns sé í bænum. Hefðbundin þjóðhátíðardagskrá er í miðbænum í dag, þar á meðal barnaskemmtun við Arnarhól.
Margt er í boði í Reykjavík þar til dagskrá endar á tveimur dansleikjum sem byrja
klukkan átta. Er harmonikkudansleikur í Ráðhúsinu og annar á
Ingólfstorgi. Dagskrá lýkur klukkan 23.
Hér má sjá dagskrá dagsins á nokkrum stöðum landsins: