Enskir dómstólar munu skera úr öllum ágreiningi sem upp kann að rísa vegna samnings Íslendinga um Icesave-reikningana. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins, sem segist hafa samning Íslands og Hollands vegna Icesave reikninganna undir höndum.
Fram kom í fréttum Útvarpsins að í samningnum sé ákvæði um að rísi ágreiningur um samninginn eða túlkun hans skuli úr honum leyst fyrir enskum dómsstólum. Þó geti Hollendingar farið fram á að málsókn verði höfðuð fyrir öðrum dómstólum.
Þá sé ákvæði um það, að standi Íslendingar ekki við samninginn geti Hollendingar gengið að eigum ríkissins, þó að því marki sem stjórnarskrá leyfir.