Fjallkonan mælir í blíðunni

Elva Ósk Ólafsdóttir, leikkona, flutti ávarp fjallkonunnar.
Elva Ósk Ólafsdóttir, leikkona, flutti ávarp fjallkonunnar. mbl.is/Eggert

Elva Ósk Ólafsdóttir, leikkona, flutti ávarp fjallkonunnar á Austurvelli í Reykjavík að þessu sinni. Að venju var ekki tilkynnt fyrirfram hver færi með hlutverk fjallkonunnar. 

Fjallkonan er tákngervingur Íslands. Hún klæðist skautbúningi sem er í vörslu Árbæjarsafns og við hann er forláta stokkabelti með vínviðarmunstri úr silfri og brjóstnæla í stíl.

Þrátt fyrir að fólk héldi annað hvort á 17. júní fána eða blöðrum ef haldið var á einhverju mátti þó sjá skilti hjá sumum.

Sumir mættu með skilti.
Sumir mættu með skilti. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert