Formleg hátíðarhöld hafin

Skátar stóðu heiðursvörð í Suðurgötunni.
Skátar stóðu heiðursvörð í Suðurgötunni. mbl.is/Eggert

Formleg hátíðarhöld vegna þjóðhátíðardagsins 17. júní hófust í Reykjavík klukkan 10 í dag með því að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, lagði blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu. 17. júní er fæðingardagur Jóns. 

Klukkan 10:40 hefst dagskrá á Austurvelli þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun leggja blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, flytur ávarp. 

mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert