Jepplingur og fólksbifreið brunnu til kaldra kola í Skyggnisskógi um áttaleytið í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Selfossi atvikaðist slysið þannig að tvö ungmenni voru að hella bensíni á aðra bifreiðina.
Þau gengu frá bensínbrúsanum inn í bifreiðinni og létu trektina á milli sætanna. Vildi þá svo óheppilega til að einn viðstaddra dró upp kveikjara með þeim afleiðingum að eldur gaus upp.
Brunavarnir Árnessýslu komu frá Laugarvatni og slökktu eldinn.