Fréttaskýring: Gátu ekki stöðvað Icesave

Hol­lenski seðlabank­inn (DNB) gat lítið sem ekk­ert beitt sér til að stöðva vöxt Ices­a­ve-reikn­ing­anna í Hollandi þar sem eft­ir­lit með þeim, og Lands­bank­an­um, heyrði und­ir ís­lenska Fjár­mála­eft­ir­litið (FME). Því voru það stjórn­end­ur Lands­bank­ans og FME sem báru ábyrgð á vext­in­um.

Þetta kem­ur fram í skýrslu óháðrar rann­sókn­ar­nefnd­ar um vöxt Ices­a­ve-reikn­ing­anna í Hollandi sem var kynnt neðri deild hol­lenska þings­ins í gær. Rann­sókn­in sneri að því hvort eft­ir­lit DNB hefði brugðist, en fjár­mála­eft­ir­lit lands­ins heyr­ir und­ir seðlabank­ann.

Sam­kvæmt niður­stöðu rann­sak­end­anna, laga­pró­fess­or­anna Adrienne de Moor-van Vugt og Ed­g­ar du Perron, þá gat DNB ekki með nokkr­um hætti leyft sér að vara við stöðu Lands­bank­ans og Ices­a­ve. Slík aðvör­un var ekki ein­ung­is laga­lega óleyfi­leg, held­ur var hún held­ur ekki raun­hæf þar sem hún hefði nán­ast ör­ugg­lega or­sakað áhlaup á Ices­a­ve og Lands­bank­ann, ekki bara í Hollandi, held­ur hvar sem hann starfaði.

Í skýrsl­unni kem­ur einnig fram að DNB gat held­ur ekki veitt Lands­bank­an­um aukaaðild að inn­stæðutrygg­inga­kerfi lands­ins þar sem slíkt stríddi gegn lög­gjöf Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB).

Rann­sókn­ar­nefnd­in seg­ir að Ices­a­ve-málið sýni að evr­ópskt fjár­mála- og eft­ir­lit­s­kerfi þarfn­ist al­gerr­ar end­ur­skoðunar, sér­stak­lega til að koma í veg fyr­ir viðlíka alþjóðadeilu og upp­gjör, sem Ices­a­ve hef­ur haft í för með sér. DNB sagði í yf­ir­lýs­ingu í gær að bank­inn styddi þá til­lögu. Það þyrfti að forðast með öll­um til­tæk­um ráðum að ríki, í þessu til­viki Hol­land, þyrfti að bera ábyrgð á hruni fjár­mála­fyr­ir­tæk­is í gegn­um inn­stæðutrygg­inga­kerfi sitt.

Rang­ar upp­lýs­ing­ar frá FME

For­svars­menn Lands­bank­ans og FME funduðu tví­veg­is með hol­lensk­um yf­ir­völd­um í ág­úst 2008 vegna áhyggna af stærð Ices­a­ve-reikn­ing­anna í Hollandi. Fyrsti fund­ur­inn var á milli full­trúa hol­lenska fjár­mála­eft­ir­lits­ins og Lands­bank­ans helg­ina 16.-17. ág­úst. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins vildu hol­lensk yf­ir­völd að Lands­bank­inn hætti að safna inn­lán­um í gegn­um Ices­a­ve þar í landi, en við því vildu for­svars­menn Lands­bank­ans ekki verða. Hinn 27. ág­úst fóru for­svars­menn Lands­bank­ans síðan á fund Nout Well­inks, seðlabanka­stjóra Hol­lands, þar sem hann lýsti yfir sömu áhyggj­um af stærð Ices­a­ve-inn­lán­anna. Eng­in eig­in­leg niðurstaða varð þó á þess­um fund­um og nú hef­ur hin hol­lenska rann­sókn­ar­nefnd sagt að DNB hafi ekki haft laga­leg­ar heim­ild­ir til að bregðast við vexti Ices­a­ve. Sú ábyrgð hafi legið hjá Lands­bank­an­um sjálf­um og eft­ir­litsaðila hans, FME.

296 millj­arðar lagðir inn á fjór­um mánuðum

Rest­in, um 86 millj­arðar króna, mun falla á hol­lenska trygg­inga­sjóðinn og þar með hol­lenska skatt­greiðend­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka