Það er kominn 17. júní

Þjóðhátíðardag­ur­inn er hald­inn hátíðleg­ur um allt land í dag og ætti eng­inn að þurfa að láta sér leiðast því margt skemmti­legt er í boði. Eng­inn ætti að láta vætu aftra sér frá því að taka þátt í hátíðar­höld­un­um held­ur taka upp regn­föt­in, regn­hlíf­ina og stíg­vél­in.

Í Reykja­vík byrjaði dags­skrá­in nú klukk­an tíu með því að for­seti borg­ar­stjórn­ar, Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son, lagði blóm­sveig frá Reykj­vík­ing­um á leiði Jóns Sig­urðsson­ar. Þá tek­ur við há­tíiðardag­skrá á Aust­ur­velli. Tvær skrúðgöng­ur verða í Reykja­vík. Önnur byrj­ar kl. 13:40 frá Hlemmi og fer niður Lauga­veg að Ing­ólf­s­torgi. Lúðrasveit­in Svan­ur leik­ur og Götu­leik­húsið, Brasskar­arn­ir og Crymogui­de taka þátt. Kl. 13:45 fer hin síðan af stað frá Haga­torgi í Hljóm­skálag­arð. Lúðrasveit Reykja­vík­ur leik­ur und­ir. Margt er í boði þar til dag­skrá end­ar á tveim­ur dans­leikj­um sem byrja klukk­an átta. Er harmonkku­dans­leik­ur í Ráðhús­inu og ann­ar á Ing­ólf­s­torgi. Dag­skrá lýk­ur klukk­an 23.

Í Hafnar­f­irði byrjaði fjöl­skyldu­dag­skrá á Víðistaðatúni klukk­an tíu.Meðal annarra at­b­urða má nefna helg­i­stund sem byrj­ar í Hell­is­gerði klukk­an 13:30 og að henni lok­inni er farið í skrúðgöngu. Önnur fjöl­skyldu­skemmt­un byrj­ar á tún­inu klukk­an 14:30. Tveir dans­leik­ir eru í Firðinum í kvöld og byrja báðir klukk­an 20. Er ann­ar á Thorsplani og hinn í Hraun­seli.

Í Garðabæ er allt komið í full­an gang sömu­leiðis og er hægt að gera sér margt til dund­urs víða um bæ­inn. Svo fátt eitt sé nefnt byrj­ar hátíðar­stund í Vídalíns­kirkju klukk­an 13:15 og legg­ur skrúðganga af stað frá kirkj­unni kl 14. Dag­skrá á hátíðarsviði við Garðaskóla hefst 14:25. Um kvöldið er boðið upp á hátíðar­tón­leika klukk­an 20 í safnaðar­heim­il­inu Kirkju­hvoli. Salon­hljóm­sveit Sig­urðar Ingva Snorra­son­ar stíg­ur á svið og flyt­ur vín­ar­tónlist og fleiri hug­ljúf lög. 

Dag­skrá þjóðhátíðardags­ins í Kópa­vogi hófst á tón­um brass­banda frá Skóla­hljóm­sveit Kópa­vogs. Bönd­in aka um bæ­inn og óska Kópa­vogs­bú­um gleðilegr­ar hátíðar. Skrúðgang­an fer kl. 13.30 frá Mennta­skól­an­um í Kópa­vogi og lýk­ur henni á Rút­stúni en þar tek­ur við hátíðar- og skemmti­dag­skrá sem Guðjón Davíð Karls­son, Gói, stýr­ir. Um kvöldið verða úti­tón­leik­ar á Rút­stúni. Þeir hefjast kl. 20:00 og standa til kl. 22:20. Ung­ir lista­menn hefja tón­leik­ana og síðan mun hljóm­sveit­in Bróðir Svart­úlfs spila. Ingó veðurguð held­ur uppi fjör­inu þar á eft­ir en í lok­in mun Blús­band Kópa­vogs koma fram ásamt söngvur­unm Agli Ólafs­syni, Andr­eu Gylfa­dótt­ur, og Páli Rós­inkr­anz.

Hér má sjá dag­skrá dags­ins á nokkr­um stöðum lands­ins:

Reykja­vík

Hafn­ar­fjörður

Garðabær

Kópa­vog­ur

Seltjarn­ar­nes

Mos­fells­bær

Ak­ur­eyri

Eg­ilsstaðir

Sel­foss

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert