Tjón á bílum um 40% færri

Tjón á bíl­um vegna um­ferðaró­happa voru að meðaltali 41 pró­senti færri fyrstu fimm mánuði þessa árs miðað við sama tíma­bil í fyrra. Fækk­un slasaðra fyrstu fimm mánuði þessa árs var hins veg­ar miklu minni en fækk­un tjóna, eða 13 pró­sent, að því er Ein­ar Guðmunds­son, for­stöðumaður For­varna­húss­ins, grein­ir frá.

„Minni­hátt­ar árekstr­um hef­ur að minnsta kosti fækkað en fækk­un á árekstr­um sem fólk slasast í er minni,“ seg­ir hann.

Tjón­un­um fór að fækka veru­lega í mars, þegar verð á olíu og bens­íni var farið að hækka veru­lega, og ástandið hélst svipað út árið. Und­an­farna fjóra mánuði hef­ur tjón­um fækkað enn frek­ar, að sögn Ein­ars, sem not­ar töl­ur frá Sjóvá við út­reikn­ing­ana og upp­fær­ir miðað við markaðshlut­deild.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á vef Vega­gerðar­inn­ar var um­ferðin fyrstu fimm mánuði árs­ins svipuð og síðastliðin þrjú ár. Á suðvest­ur­horni lands­ins, þar sem 70 til 75 pró­sent óhapp­anna verða, var hún þó 5 pró­sent­um minni í maí en hin árin.

Um mögu­lega skýr­ingu á færri tjón­um seg­ir Ein­ar: „Um­ferðar­hraðinn hef­ur minnkað auk þess sem fólk hef­ur meiri tíma núna í efna­hags­lægðinni. Það er meiri streita í um­ferðinni þegar upp­gang­ur er í þjóðfé­lag­inu. Núna þarf fólk ekki að vera komið á fund fyr­ir ákveðinn tíma og keyr­ir ekki eins og brjálæðing­ar,“ seg­ir Ein­ar.

Þegar aug­ljóst var í fyrra að tjón­um fór fækk­andi var rætt um að lækka iðgjöld­in, að því er Ein­ar grein­ir frá.

„Þá voru menn á því að kom­inn væri tími til að lækka þau en með hækkuðu gengi hækkaði verð á vara­hlut­um gríðarlega og þar með viðgerðar­kostnaður­inn. Þess vegna var ekki hægt að lækka iðgjöld­in þá.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert