Tugir þúsunda manna voru í miðbæ Reykjavíkur í dag og framan af degi skein sól í heiði. Síðdegis dró fyrir sólu en rigningin hélt sig þó fjarri. Nokkuð hefur hins vegar rignt í öðrum landshlutum í dag.
Hátíðarhöldin fóru vel fram um allt land, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Rignt hefur á Norður- og Austurlandi.