Enginn sýnt fram á að samningurinn stofni Íslandi í hættu

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagði á Alþingi að eng­inn hafi  getað sýnt fram á það með nein­um rök­um, að ákvæði Ices­a­ve-samn­ing­anna stofni í hættu stöðu Íslend­inga, eign­um og auðlind­um inn­an­lands.

„Slíkt gæti aðeins gerst hand­an þess, að ör­ygg­is­ákvæði samn­ings­ins hefðu ekki náð að leysa vanda­mál­in, hand­an þess að dóms­mál hefði tap­ast er­lend­is og hand­an þess, að ís­lenska ríkið væri komið á hliðina og nán­ast  liðið und­ir lok sem rétt­ar­ríki," sagði Stein­grím­ur. „Slíkt geym­ir sag­an eng­in dæmi um."

Hann sagði að ákvæðin í samn­ing­un­um væru al­ger­lega hliðstæð ákvæðum, sem verði vænt­an­lega í lána­samn­ing­um við hin Norður­lönd­in. „Halda menn að frændþjóðir okk­ar á Norður­lönd­um fari að setja slík ákvæði  inn í samn­ing til að geta með króka­leiðum ásælst auðlind­ir Íslend­inga? Nei, þetta er af laga­tækni­leg­um og samn­inga­tækni­leg­um ástæðum," sagði Stein­grím­ur.

Upp­lýs­inga­gjöf hefði getað verið betri

Árni Páll Árna­son, fé­lags­málaráðherra, sagði í umræðunum, að allt væri málið þannig vaxið, að það sýni hvernig menn þurfi að læra að vinna í Nýja Íslandi. „Við sjá­um að þróun und­an­far­inna vikna, að við hefðum getað hagað upp­lýs­inga­gjöf með öðrum hætti.  Nú er mik­il­vægt, að við velt­um við hverj­um steini og róum fyr­ir hverja vík til að kanna þetta mál til hlít­ar," sagði Árni Páll.

Hann sagði nauðsyn­legt að fjallað verði ýt­ar­lega um málið í þing­nefnd og kalla þurfi til sér­fræðinga til að fjalla um lána­kjör og  samn­ings­ákvæði til að eyða áhyggj­um og greiða úr mis­skiln­ingi. Helst þurfi um­fjöll­un­in að fara fram fyr­ir opn­um tjöld­um. „Ég held að flest­um áhyggj­um varðandi þenn­an samn­ing verði svarað með vandaðri um­fjöll­un í nefnd," sagði Árni Páll. 

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árna­son. mbl.is/​Frikki
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert