Forsætisráðherra magnaði upp draug

Þingmenn ræða nú um Icesace-samninganna.
Þingmenn ræða nú um Icesace-samninganna. mbl.is/Golli

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefði magnað upp þann draug, sem stjórnvöld höfðu áður sagt að hefði fylgt samningaviðræðunum um Icesave-reikningana.

Vísaði Sigmundur Davíð í bréf, sem Jóhanna sendi Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, í apríl þar sem segði að íslensk stjórnvöld hefðu skipað samninganefnd sem hefði það hlutverk að semja um Icesave á grundvelli minnisblaðs, sem gert var í október sl. Um þetta minnisblað sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, m.a. að það hefði fylgt samningaviðræðunum eins og afturganga.

Sigmundur Davíð gagnrýndi stjórnvöld harðlega fyrir samningana og sagði að ekkert sem sagt hefði verið um þá hefði staðist. Samt ætlaðist ríkisstjórnin til að fólk trúi því, að þetta verði allt í lagi og fari allt á versta veg sé flóttaleið í samningnum.

„Það er ekki boðlegt að alþingismenn staðfesti þennan samning," sagði Sigmundur Davíð.

Steingrímur J. Sigfússon sagðist ekki kannast við, að forsætisráðherra hefði tilkynnt breskum stjórnvöldum að til stæði að semja á grundvelli minnisblaðsins.

Hann sagði ástæðulaust að ætla, að um væri að ræða óvenjulegan gjörning sem stefndi fullveldi Íslands í hættu. Sagðist Steingrímur telja, að það þjóni takmörkuðum tilgangi að ala á tortryggni gagnvart almenningi, sem sé illa beygður fyrir og treysti fáu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert