Harðasta milliríkjadeilan

Kristrún Heimisdóttir álítur Icesave-deiluna hörðustu milliríkjadeilu Íslandssögunnar.
Kristrún Heimisdóttir álítur Icesave-deiluna hörðustu milliríkjadeilu Íslandssögunnar.

Félag Ungra jafnaðarmanna boðar til fundar um Icesave-málið í húsnæði Samfylkingarinnar, Hallveigarstíg 1, í kvöld klukkan 20. Kristrún Heimisdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra, mun flytja erindi um deiluna sem hún álítur hörðustu milliríkjadeilu Íslandssögunnar.

Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og fulltrúi í samninganefndinni um Icesave, mun fjalla um nýundirritað Icesave-samkomulag, sem Alþingi mun taka til umræðu á næstunni. Indriði mun skýra frá hvaða áhrif samkomulagið hefur á þjóðarbúskapinn næstu árin, að því er fram kemur í tilkynningu.

Að loknum framsögum gefst fundargestum tækifæri á að spyrja út í Icesave-málið. Fundarstjóri verður Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna.

Fundurinn er öllum opinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert