Hvalur 9 á leið til lands með tvær langreyðar

Hvalur 9.
Hvalur 9. mbl.is/Kristinn

„Þeir náðu tveimur vænum dýrum og koma með þá í land um klukkan 4 til 5 í fyrramálið," sagði Kristján Loftsson eigandi Hvals hf sem gerir hvalveiðibátinn Hval 9 út á langreyðaveiðar.

„Hver heldur þú að nenni að standa í þessu annars?" sagði Kristján í samtali við mbl.is þegar hann var spurður hvort markaður væri fyrir kjötið.

Kristján taldi að það tæki ekki nema tvo tíma að flensa dýrin og búa kjötið undir frekari skurð og pökkun.

Það mun allt vera til reiðu í hvalstöðinni í Hvalfirði og mannskapurinn í startholunum að verka fyrstu hvalina. Búið er að girða svæðið af og það ekki jafnaðgengilegt og áður og mun það hafa verið gert af kröfum vegna hreinlætis á skurðarplaninu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert