Fjármálaráðuneytið hefur birt Icesave-samningana við Breta og Hollendinga en þeir voru kynntir á fundi í utanríkismálanefnd þingsins og á þingflokksfundum á Alþingi nú síðdegis.
Samningurinn við Bretland er 19 blaðsíður að lengd en samningurinn við Hollendinga er 21 blaðsíða. Þeir eru að mestu leyti samhljóða. Samkvæmt samningnum við Breta lána bresk stjórnvöld Tryggingasjóði innistæðueigenda 2.350.000.000 sterlingspund en Hollendingar lána sjóðnum 1.329.242.850 evrur.