Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sagði á Alþingi í dag, að verulegar líkur væru á að hann myndi styðja frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna.
Ásmundur sagðist þó setja alla fyrirvara við það hvernig samningarnir væru og það kæmi í ljós, eftir að hann hefði farið yfir málið og þau gögn sem því fylgdu, hver niðurstaðan yrði.
Hann sagði hins vegar, að hann myndi greiða atkvæði gegn þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu.