„Skammist þið ykkar"

Þór Saari.
Þór Saari.

Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, sagði í umræðu um Icesave samningana, að Samfylkingin og VG hefðu lagst í duftið og brugðist þjóðinni með því að velta skuldum útrásarvíkinga yfir á þjóðinni. „Hvernig vogið þið ykkur að gera það? Hverskonar hugsun býr að baki? Skammist þið ykkar," sagði Þór.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, gerði athugasemd við að Þór skyldi beina orðum sínum beint til þingmanna með þessum hætti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka