Svandís: Heppnari en ég á skilið

Svandís Svavarsdóttir ætlar að nota hjálm í framtíðinni.
Svandís Svavarsdóttir ætlar að nota hjálm í framtíðinni. Árvakur/Golli

„Ég var bara heppin að ekki skyldi fara verr," sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í samtali við mbl.is eftir að hún datt af reiðhjóli sínu og hlaut mikið höfuðhögg. Svandís sagðist ekki hafa náð að bera fyrir sig hendurnar og dottið beint á höfuðið.

„Ég var heppnari en ég átti skilið," sagði Svandís og var að vísa í þá staðreynd að hún var ekki með reiðhjólahjálm á höfðinu. „Það eiga auðvitað allir að vera með hjálm á höfðinu, sérstaklega þeir sem þurfa að nota hausinn mikið," sagði Svandís.

Svandís sagði að hún hafi fengið stóra kúlu á höfuðið og að einhver nærstaddur hafi sagt að ekki væri vit í öðru en að láta athuga á henni höfuðið. 

 „Ég tók of harkalega í handbremsuna þegar ég var að snarast af þingflokksfundi á leið á fund uppi í ráðuneyti og lenti bara beint á hausnum," sagði Svandís sem var heima hjá sér að fylgjast með beinni útsendingu frá Alþingi í sjónvarpinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert