Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðu um Icesave-samningana, að þingmenn væru ekki að fara að staðfesta þessa samninga. Hefja yrði umræðu um hvað tæki við eftir að Alþingi hefur fellt frumvarp um ríkisábyrgð vegna samninganna.
Bjarni sagði, að ekkert hefði staðist, sem sagt hefði verið um samningana. Þannig væri svonefnt öryggisákvæði loft, gersamlega innihaldslaus yfirlýsing um að Bretar og Hollendingar séu tilbúnir til að ræða hvort að það komi til greina að breyta samningnum ef illa fer.
Þá sagði Bjarni, að fráleitt væri að vísa til
samningsvenju þegar um væri að ræða samning, sem snúist um jafnvirði
fjárlaga ríkisins. „Hann er alveg skýr um að hægt væri að ganga að sendiráðum
Íslands ef Ísland lendir í vandamálum," sagði Bjarni og bætti við, að ef Ísland lendi í vanskilum
samkvæmt öðrum samningum sé hægt að gjaldfella þennan samning og ganga
að eigum Íslendinga í útlöndum.