Umhverfisráðherra hlaut höfuðhögg

Svandís Svavarsdóttir féll af reiðhjóli sínu og hlaut höfuðhögg.
Svandís Svavarsdóttir féll af reiðhjóli sínu og hlaut höfuðhögg. mbl.is/Golli

 Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra fékk höfuðhögg er hún datt í götuna af reiðhjóli sínu fyrir utan ráðuneyti sitt í Skuggasundi í Reykjavík um hádegisbilið.

Hjá umhverfisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að Svandís hafi verið flutt með sjúkrabíl til athugunar á slysavarðstofu en hún mun ekki hafa verið með hjálm á höfðinu er óhappið varð.

Ekki hafa borist fregnir af líðan ráðherrans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka