Landssamband veiðifélaga (LV) hvetur veiðifélög og leigutaka til sameiginlegs átaks um að veiðimenn sleppi stórlaxi og að settar verði fortakslausar reglur þar að lútandi.
Ályktun þessa efnis var samþykkt á aðalfundi LV. Þar segir að stofn stórlaxa sé enn í sögulegu lágmarki og hætta sé á að stórlaxinn hverfi að óbreyttu alveg úr ám þar sem honum er ekki hlíft við veiði.
Á aðalfundinum var einnig samþykkt, að vara við stórfelldum áformum um sjókvíaeldi á norskættuðum laxi í Dýrafirði og átelja þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að undanþiggja eldið umhverfismati þar sem um væri að ræða erlendan, innfluttan laxastofn. Stjórn LV var falið kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar til umhverfisráðherra.