Erlendir bankar sýna Íslandi áhuga

„Það eru 2-3 aðilar með er­lenda banka­starf­semi að skoða mögu­leik­ana á því að koma sér hér fyr­ir og vera þátt­tak­end­ur í upp­bygg­ingu efna­hags­lífs­ins hér á landi,“ sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, á blaðamanna­fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í dag þar sem kynnt­ar voru aðgerðir í rík­is­fjár­mál­um.

Hann gaf þó ekki upp hvaða er­lendu banka væri um að ræða.

Aðspurður sagði Stein­grím­ur ekki víst að er­lendu bank­arn­ir vildu kaupa ís­lensku bank­ana held­ur að þeir væru ein­fald­lega að kanna mögu­leik­ana á að hefja starf­semi hér á landi.

„Það hafa ekki all­ir misst áhug­ann á Íslandi, þó ekki nema síður sé. Maður finn­ur fyr­ir því að það eru marg­ir er­lend­ir aðilar áhuga­sam­ir um að skoða aðstæður hér enda sjá þeir að um þess­ar mund­ir er hag­stætt að fjár­festa hér á landi. Hér er vel menntað fólk og nóg vinnu­afl og ég hef rætt við all­marga aðila uppi í fjár­málaráðuneyti um þetta mál. Marg­ir sjá þetta sem rétta tím­ann til að koma sér fyr­ir hér á landi, taka þátt í upp­bygg­ing­unni og vera undr­bún­ir fyr­ir næstu upp­sveiflu í hag kerf­inu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert