Fyrstu langreyðarnar í land

Strax var byrjað að flensa hvalina í Hvalfirði í morgun.
Strax var byrjað að flensa hvalina í Hvalfirði í morgun. mbl.is/Kristinn

Hval­ur 9 kom snemma í morg­un til Hval­fjarðar með tvær fyrstu langreyðarn­ar, sem veiðast í ár og þær fyrstu, sem veidd­ar hafa verið hér við land frá því haustið 2006, þegar sjö dýr voru veidd. Þegar var byrjað að flensa hval­ina og en gert var ráð fyr­ir að það tæki um tvo tíma að gera að þeim.

Hval­ur 9 hélt af stað til veiða á miðviku­dags­kvöld og hafði skotið langreyðarn­ar tvær síðdeg­is í gær. Skipið kom með dýr­in inn í Hval­fjörð á fimmta tím­an­um í nótt og þar sem þau voru fyrst mæld og tek­in úr þeim sýni. Síðan var haf­ist handa við að skera ann­an hval­inn, sem var 18 metra lang­ur.

Sam­kvæmt veiðiráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar má veiða allt að 200 langreyðar á þessu ári og 200 hrefn­ur.  Búið er að veiða 15 hrefn­ur í ár.

Það tók ekki langan tíma að skera hvalinn.
Það tók ekki lang­an tíma að skera hval­inn. mbl.is/​Krist­inn
Langreyður skorin í Hvalfirði í morgun.
Langreyður skor­in í Hval­f­irði í morg­un. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert