Íslendingar leiknustu ökumenn strætisvagna

Ökuleikni 2009 - Vinningsliðið
Ökuleikni 2009 - Vinningsliðið

Ökuleikni strætisvagnabílstjóra á Norðurlöndum fór fram síðustu helgi. Vagnstjórar frá Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Noregi tóku þátt í keppninni. Íslenska liðið bar sigur úr býtum sem lið.

Keppt var sl. laugardag að Hesthálsinum og þurftu menn að sýna færni í ýmsum akstursþrautum og var árangur metinn út frá bestum tíma með sem fæstum refsistigum. 

Í efstu þremur sætunum í einstaklingskeppninni voru Timo Kettunen frá Finnlandi, Þórarinn Söebech frá Íslandi og John Ekholm frá Svíþjóð.

Fimm af tíu efstu keppendunum voru frá Íslandi og sigraði hópurinn nokkuð örugglega sem lið. 



Einstaklingsúrslit – efstu sætin:
1. Sæti    Timo Kettunen, Finnland, 1.486 stig
2. Sæti Þórarinn Söebech, Ísland, 1.763 stig
3. Sæti John Ekholm, Svíþjóð, 1.843 stig
4. Sæti  Kjartan Pálmarsson, Ísland, 1.887 stig
5. Sæti Elías Viggó Bíldal, Ísland, 1.984 stig
6. Sæti Sigurjón Guðnason, Ísland, 2.015 stig
7. Sæti Pertti Siiskonen, Finnland, 2.132 stig
8. Sæti Nevrus Sabanovski, Danmörk, 2.191 stig
9. Sæti  Róbert Daði Helgason, Ísland, 2.228 stig
10. Sæti Henrik Bögeskov, Danmörk, 2.234 stig

Besta liðið:
1. Sæti  Ísland, stigafjöldi: 12.856
2. Sæti    Finnland, stigafjöldi: 14.178
3. Sæti  Svíþjóð , stigafjöldi: 16.078
4. Sæti  Noregur, stigafjöldi: 17.665

Danmörk var ekki með nógu marga keppendur til að skilgreinast sem lið.    

 Þátttakendur voru sammála um að einstaklega vel hafi verið staðið að undirbúningi og framkvæmd keppninnar í ár. Á næsta ári verður ökuleikni stætisvagnabílstjóra haldin í Finnlandi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert