Margir höfðu samband vegna hússins

Mikill áhugi kaupenda var á einbýlishúsi á Álftanesi sem fyrrum eigandi reif til grunna með gröfu á miðvikudag. Þegar hefur borist fyrirspurn um sölu lóðarinnar þar sem húsið stóð.

„Fyrst og fremst finnst okkur þetta sorglegt og við finnum til með blessuðum manninum. Honum hlýtur að líða mjög illa, “ segir Þorlákur Ómar Einarsson, fasteignasali hjá Stakfelli, sem Frjálsi fjárfestingarbankinn fól að selja einbýlishúsið á Álftanesinu, fyrir um mánuði. „Bankinn var þó ekki búinn að fá húsið afhent þannig að við biðum svolítið með að fara af stað með það.“

Hann segir marga viðskiptavini hafa spurst fyrir um húsið á þeim tíma. „Það var mikill spenningur yfir því enda var þetta fallegt hús á mjög fallegum stað. Við fengum m.a.s. fyrirspurn um lóðina í [gær]morgun.“ Aðspurður segir Þorlákur að sennilega hefði húsið farið á yfir 50 milljónir, en það sé þó aðeins ágiskun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert