Fulltrúar Barnaheilla hleytpu í dag af stokkunum nýju söfnunarátaki til að styðja við alþjóðlegt menntaverkefni, sem hófst árið 2006 og miðar að því að bæta aðstæður milljóna barna í 20 stríðshrjáðum löndum.
Barnaheill, Save the Children á Íslandi, vinna að því að bæta framtíð barna í Norður-Úganda og Kambódíu fram til ársins 2011. Þar er unnið að uppbyggingu menntastarfs auk þess að vinna að því að vernda börn fyrir vinnuþrælkun, ofbeldi, mansali og misnotkun.