Reykjanes skelfur

Á kortinu má sjá upptök skjálftans.
Á kortinu má sjá upptök skjálftans. Veðurstofan

„Við úti­lok­um ekki að það komi fleiri skjálft­ar," sagði Stein­unn Jak­obs­dótt­ir jarðeðlis­fræðing­ur í sam­tali við mbl.is fyr­ir skömmu. Klukk­an 20:24 varð skjálfti sem mæld­ist 2,7 á Richter og skömmu síðar ann­ar snarp­ari sem mæld­ist 4,1 1,5 km vestn­orðvest­ur af Krýsu­vík.

„Við fylgj­umst áfram með þess­ari virkni sem virðist öll vera á sömu sprung­unni," sagði Stein­unn.

Fyrr í kvöld var vart við skjálfta sem mæld­ist 4,2 við Fagra­dals­fjall og hafa þess­ir skjálft­ar gert vart við sig og hafa fund­ist á höfuðborg­ar­svæðinu og víðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert