Stjórn lífeyrissjóðs kærð til lögreglu

Gunnar Birgisson er formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs.
Gunnar Birgisson er formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs. mbl.is/Golli

Fjármálaeftirlitið hefur kært stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, til efnahagsbrotadeildar ríkisslögreglustjóra, fyrir að hafa beitt blekkingum og gefið Fjármálaeftirlitinu vísvitandi rangar upplýsingar um skuldir Kópavogsbæjar við sjóðinn.  

Í fréttum Ríkisútvarpsins var haft eftir Helga Magnúsi Gunnarssyni, saksóknara efnahagsbrota, að Fjármálaeftirlitið hafi kært starfshætti stjórnarinnar til lögreglu í gær, vegna gruns um brot á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og einnig vegna brota á almennum hegningarlögum. Brot af þessu tagi geta varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.

Stjórn lífeyrissjóðsins skipa Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, bæjarfulltrúarnir Ómar Stefánsson, Flosi Eiríksson og Jón Júlíuson og Sigrún Guðmundsdóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert