Styrjöld á Geirsnefi

00:00
00:00

Hunda­eig­end­ur og laxveiðimenn eiga í stríði á Geirs­nefi þessa dag­ana. Hund­ar mega ekki vera á ár­bakk­an­um yfir laxveiðitím­ann og eig­end­um hef­ur verið hótað að hund­arn­ir verði skotn­ir sé bannið ekki virt.

Há­marks­hraði á Geirs­nefi er þrjá­tíu. Fólk ekur þó mun hraðar og ökufant­ar nota svæðið tals­vert til að spyrna. Margoft hef­ur verið ekið yfir hund­ana. Hunda­eig­end­ur vilja láta loka svæðinu fyr­ir ut­anaðkom­andi um­ferð enda sé þetta eina svæðið þar sem hund­ar mega ganga laus­ir í Reykja­vík.

Þeir benda á að fólk borgi fyr­ir að hafa hunda í borg­inni og hunda­eig­end­ur eigi heimt­ingu á því að það sé líka tekið til­lit til þeirra þarfa. Geirs­nef virðist frek­ar eft­ir­sótt­ur staður. Arn­dís Hauks­dótt­ir hunda­eig­andi seg­ir að fyr­ir utan und­ir­heima­lýð sem noti svæðið á næt­urna, bílaf­anta og laxveiðimenn á bökk­um Elliðaár, komi stöku golfar­ar og skot­veiðimenn hafi einnig gert sig heima­komna. Þá hafi tveir menn ætlað að búa í hjól­hýsi inni á svæðinu og gera þarf­ir sín­ar í runna. Þeim hafi verið bolað burt. Af öðrum óvel­komn­um gest­um á Geirs­nefi nefn­ir hún versl­un­ar­skóla­nema sem hafi verið að gera til­raun­ir með hátíðni­hljóð. Við það hafi dýr­in bók­staf­lega tryllst.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert