Talið að varpið í Arnarsetrinu hafi misfarist

Arnarhreiðrið sem sýnt er beint frá á vefnum.
Arnarhreiðrið sem sýnt er beint frá á vefnum.

Hverfandi líkur eru á því arnaparið sem þjóðin fylgist með í beinni útsendingu á tölvunni komi upp unga í ár. Það er álit Bergsveins Reynissonar á Gróustöðum í Gilsfirði sem ásamt konu sinni stendur fyrir Arnarsetri Íslands. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fagsviðstjóri dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun, tekur undir þetta.

Örninn hefur legið á hreiðri sínu í eyju á Breiðafirði frá 28. apríl. Ef hann hefur verpt þann dag, eins og líkur eru á, hefði unginn átt að skríða úr eggi í byrjun júní. Um 1500 manns hafa fylgst með vefmyndavélinni að undanförnu í von um að sjá ungann.

Kristinn Haukur segir að það sjáist fljótt þegar ungi kemur í hreiðrið og svo þyrfti að mata hann. Allar líkur eru því á að assan liggi á fúleggi. Hún getur legið á egginu mánuð fram yfir eðlilegan tíma og verður því væntanlega hægt að fylgjast með henni enn um sinn. Tengill á Arnarsetrið er á reykholar.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert