Vildu meiri niðurskurð

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Golli

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru nokkrar deilur um það innan stjórnarflokkanna hvort niðurskurðartillögur ríkisstjórnarinnar gengju nógu langt. Þingmenn í báðu flokkum vildu sumir hverjir skera meira niður en sem þessu nemur.

 Niðurstaðan að lokum varð þó sú að niðurskurðurinn á þessu ári yrði mestmegnis í áður fyrirhuguðum framkvæmdum, einkum á sviði samgangna. 

„Ég skynja mikla fælni við að spara í ríkisrekstri og það finnst mér ekki nógu gott. Það er óumflýjanlegt að taka djarfar niðurskurðarákvarðanir og það er best að taka þær ákvarðanir strax,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann telur niðurskurð í rekstri hjá ríkinu um samtals 1.800 milljónir króna ganga allt of skammt. Miðað við hlutfall af heildarrekstrarútgjöldum er það tæplega eitt prósent af rekstrarkostnaði allra ráðuneyta.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði á Alþingi í gærkvöldi að mikil verkefni biðu stjórnvalda og með tillögum í ríkisfjármálunum, sem nú væru komnar fram á Alþingi, væri myndin tekin að skýrast. Ljóst væri þó að halda þyrfti vel á spöðunum.

Samkvæmt áætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á ríkissjóður að vera hallalaus í lok árs 2012. Á þessu ári er áætlað að hallinn verði 170 milljarðar. Skorið verður niður, og skattar hækkaðir, til þess að brúa bilið fram að árslokum 2012.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka