Reykjavíkurborg átti fjármuni í Sjóði 9, víxla útgefna af Icelandair og Byr og var meðal eigenda að víxilláni til Eignarhaldsfélagsins Fasteignar með veði í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ, sem er einnig þekkt sem Stapinn. Þetta kemur fram í greinargerð innri endurskoðanda borgarinnar sem lögð var fyrir borgarráð á fimmtudag og Morgunblaðið hefur undir höndum.
Ágreiningur var á milli fjárstýringar Reykjavíkur og Glitnis um hvort heimilt hafi verið að kaupa víxla samkvæmt samkomulagi aðilanna. Því var innri endurskoðun fengin til að skoða málið.