Lögreglan á Hvolsvelli félkk tilkynningu um niuleytið í kvöld um að tveir menn deildu hart í sumarbústað í Landssveit og hefði annar ætlað að beita vélsög til að leggja áherslu á mál sitt. Lögreglumenn fóru á staðinn á þyrlu en ekki reyndist þó hættan jafn mikil og óttast var.
Að sögn lögreglumanns vildi svo til að þyrla Landhelgisgæslunnar, TF Gná, var að lenda á Hvolsvelli þegar tilkynningin barst en hún hafði verið við hálendiseftirlit og var lögreglumaður í henni. Ákveðið var að þyrlan færi með hann að sumarbústaðnum en einnig óku tveir lögreglumenn á staðinn. Ekki reyndist þó umræddur maður hafa sett vélsögina í gang og tókst að róa mennina. Annar þeirra fékk síðan far með lögreglunni á Hvolsvöll.