Samtökin Raddir fólksins hafa boðað til útifundar á Austurvelli í dag kl. 15. Samtökin krefjast þess að
Icesave-samningurinn verði stöðvaður og vilja mótmæla „sinnuleysi
stjórnvalda í málefnum heimila og fyrirtækja." Fundarstjóri verður
Hörður Torfason.
Þetta verður 30. fundur Radda fólksins á Austurvelli. Í tilkynningu frá samtökunum segir að þau vilji að „dómskerfið taki á hvítflibbaglæpamönnum."
Ræðumenn verða þau Andrea Ólafsdóttir,
stjórnarkona í Hagsmunasamtökum Heimilanna og Jóhannes Þ. Skúlason,
sagnfræðingur og grunnskólakennari.