Funda með forkólfum vinnumarkaðar

Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir.
Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra funda í dag með helstu forkólfum aðila vinnumarkaðarins. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að gott samband væri þar á milli og að á fundinum ætti að bera saman stöðuna. Nánari skýrsla um framvindu ríkisfjármála er væntanleg í vikunni.

„Þeir [aðilar vinnumarkaðarins] hafa þegar fullnaðarupplýsingar um aðgerðirnar 2009 og 2010. Þessi skýrsla lýsir framhaldinu og er besta mögulega mat sem er í boði núna, þótt það sé heilmikilli óvissu undirorpið.“

Engar viðræður um kjarasamninga hafa hins vegar verið boðaðar í Karphúsinu um helgina.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert