Fyrningin yrði verst í dreifbýli

Fiskiskip sem gerð eru út á landsbyggðinni hafa yfir að ráða ríflega 90% af heildarþorskkvótanum. Þau hafa einnig rúmlega 90% af ýsukvótanum. Þetta kemur fram í skriflegu svari Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra, við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

„Ég vildi varpa ljósi á það hvar veiðirétturinn liggur í raun,“ segir Einar. Niðurstaðan sé enn afdráttarlausari en hann hafi búist við. „Svarið leiðir í ljós að lunginn af veiðiheimildunum er á landsbyggðinni í nánast öllum tegundum.“ 80 til 100% aflaheimilda í langflestum tegundum eru á landsbyggðinni, en helstu undantekningarnar eru grálúða, karfi og ufsi, þar sem aðeins 60 til 70% kvótans eru úti á landi, enda sterkar útgerðir í þeim tegundum í höfuðborginni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert