Kvennahlaup ÍSÍ og Sjóvár fer fram í dag á 90 stöðum um land allt og einnig á 18 stöðum erlendis. Fjölmennasta hlaupið hefur undanfarin ár verið í Garðabæ og þar voru þátttakendur ræstir af stað klukkan 14:00. Hátíðardagskrá hófst þar um 13:30 þar sem listakonur voru með gjörning. Samtals hlupu um 16 þúsund konur um land allt.
Allir þátttakendur áttu sinn þátt í listaverki. Þannig sameinuðust þátttakendur í verkinu. Lagður var niður hvítur dúkur, sem sprautað var á, og síðan annar dúkur lagður yfir. Rauður dregill var svo lagður yfir og hlupu þátttakendur yfir verkið þegar þeir lögðu af stað. Ætlunin er að nýta verkið til að styrkja Leitarstöð Krabbameinsfélagsins, með því selja búta úr verkinu sem stök verk.
Hlaupið hófst víða klukkan 11:00, m.a. á Akureyri, Egilsstöðum og Mosfellsbæ, og hefur þátttaka víðast hvar verið góð.