Gott að þetta er búið

Komin í land í Færeyjum.
Komin í land í Færeyjum. Júlíus Ingason

„Það er gott að þetta er búið, en það fylgir því mikil sælutilfinning að hafa klárað ferðina með stæl,“ segir Hilmar Kristjánsson, einn af 20 manna hópi sem sigldi á fjórum slöngubátum frá Höfn í Hornafirði til Færeyja. Hópurinn lagði af stað um klukkan níu í gærkvöldi og kom að Eiði í Færeyjum um klukkan þrjú í dag.

„Það var ekkert sérstaklega gott í sjóinn en við höfðum vindinn í bakið, og það skipti miklu máli,“ sagði Hilmar.

Samtals fór hópurinn með um 1,5 tonn af bensíni á leiðinni að sögn Hilmars. Nokkur þreyta var komin í hópinn þegar þau komu að landi þar sem tollgæslan í Færeyjum beið eftir þeim. „Því er ekki að neita að þetta tekur á, að vera á opnum bátum á Atlantshafinu í þetta langan tíma. En við gerðum þetta til þess að sigrast á þessu og það var skemmtilegt fyrir okkur öll,“ sagði Hilmar. Allir í hópnum koma frá Vestmannaeyjum fyrir utan einn sem er úr Reykjavík.

Á leiðinni til Færeyja.
Á leiðinni til Færeyja.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert