Listaverkið afhjúpað

Eins og sjá má er mikil litadýrð í verkinu sem …
Eins og sjá má er mikil litadýrð í verkinu sem þátttakendur sköpuðu í sameiningu. mbl.is/Júlíus

Listaverkið sem þátttakendur í Kvennahlaupi ÍSÍ og Sjóvár í Garðabæ tóku þátt í að skapa var afhjúpað nú fyrir skömmu. Þúsundir spora frá þátttakendum lögðu mark sitt á verkið. Til stendur að selja einstaka búta úr verkinu til styrktar Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.

Verkið var þannig gert að fyrst var litum sprautað á striga, og síðan annar hvítur settur yfir. Rauður dregill var síðan settur ofan á, sem þátttakendur hlupu yfir og tóku þannig þátt í þessum táknræna gjörningi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert