Mál og menning aftur á Laugavegi

Úr Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg.
Úr Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg. mbl.is/Eggert

Bókmenntafélag Máls og menningar mun aftur reka bókabúð á Laugavegi 18 í haust, en hlutafélag sem er til helminga í eigu Bókmenntafélagsins og Iðu hefur gert samning við Kaupang ehf. um að taka húsnæðið á leigu.

„Hér stendur til að opna aftur bókabúð, sem mun heita Mál og menning, en við getum að vísu ekki haldið nafninu Bókabúð Máls og menningar, því það er í eigu Pennans núna,“ segir Árni Einarsson, stjórnarformaður Bókmenntafélags Máls og menningar.

„Okkur hugsun er sú að gera út á það sem gerði Mál og menningu að einni af bestu bókabúðum borgarinnar í fjörutíu ár. Aðaláherslan verður á íslenskar bækur, en við verðum auðvitað einnig með erlendar bækur, ritföng og kaffihús. Það má líka minna á að við vorum fyrst til að opna barnabókabúð fyrir 35 árum og réðumst í kvöld- og helgaropnanir um miðjan níunda áratuginn, sem þekktist ekki í Reykjavík. Svo var opnað kaffihús með Súfistanum um miðjan tíunda áratuginn.“

 
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka