Nýjar ESB-reglur um bankakerfið ganga ekki nógu langt

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde. mbl.is/Ómar

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í ræðu á Írlandi í gær að nýtt regluverk um eftirlit með bankakerfinu, sem unnið er að innan Evrópusambandsins, gangi ekki nógu langt og muni ekki koma í veg fyrir nýtt bankahrun.

Geir flutti ræðu í Evrópumálastofnuninni í Dublin í gær. Að sögn fréttavefjar Independent á Írlandi benti Geir m.a. á að þrátt fyrir fjármálahrunið á Íslandi myndi íslenska hagkerfið þó ekki dragast saman eins mikið og það írska. Spár gera ráð fyrir 10% samdrætti á Íslandi en 10,75% á Írlandi á þessu ári. 

Geir sagðist ekki telja, að aðild að Evrópusambandinu hefði bjargað íslandi frá þeim fjármálafellibyl, sem gekk yfir sl. haust og leiddi til falls allra stærstu íslensku bankanna.  Hann benti á að aðild Lettlands að Evrópusambandinu hefði ekki komið í veg fyrir hrun þar í landi en spár gera ráð fyrir 18% samdrætti þar á landi í ár. 

Geir sagði, að Evrópusambandið yrði að búa til heildstætt kerfi til að tryggja banka, sem eru með starfsemi í mörgum löndum. Þá yrði einnig að gera bönkum skylt að stofna dótturfélög þegar þeir starfa utan heimalands síns. Þannig færist ábyrgð á innistæðum yfir á gistilandið í stað heimalands bankanna.

Frétt Independent

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert