Sjóðsbjörgun betri en kæra

Gunnar I. Birgisson
Gunnar I. Birgisson Gúndi

Gunn­ar I. Birg­is­son, stjórn­ar­formaður Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna Kópa­vogs­bæj­ar, seg­ir ein­kenni­legt að FME hafi kært stjórn sjóðsins til lög­reglu vegna mál­efna líf­eyr­is­sjóðsins. Legið hafi fyr­ir sam­komu­lag, frá 19. maí, um að sjóður­inn fengi svig­rúm til 31. júlí til þess að koma sín­um mál­um á hreint.

„Meðal ann­ars vegna þessa sam­komu­lags, sem gert var á fundi 19. maí, þá finnst mér ákvörðun FME um að kæra stórund­ar­leg,“ seg­ir Gunn­ar.

Hann seg­ir enn­frem­ur að stjórn­in hafi öðru frem­ur verið að verja hags­muni sjóðsfé­laga með öll­um aðgerðum sín­um. Málið snýst m.a. ann­ars um kaup líf­eyr­is­sjóðsins á skulda­bréfi sem Kópa­vogs­bær gaf út. Með því hafi bær­inn fjár­magnað sig að hluta í gegn­um líf­eyr­is­sjóðinn. Við út­gáfu var skulda­bréfið und­ir lög­bundnu 10 pró­sent há­marki af heild­ar­eign­um. Vegna verðbólgu og vaxta, og rýrn­un­ar annarra eigna hafi skulda­bréfið farið yfir lög­bundið há­mark.

„Þegar banka­kerfi lands­ins hrundi þá leituðum við allra leiða til þess að verja sjóðinn, og við gerðum okk­ur grein fyr­ir að þetta kynni að fara á svig við lög og lét­um FME vita af því. Við vor­um í al­gjörri nauðvörn með sjóðinn, eins og all­ir aðrir. Við náðum upp­hæð út úr bönk­un­um fyr­ir hrun og það var erfitt að setja pen­ing­ana í ör­uggt skjól. Það voru að lík­ind­um tug­ir millj­arða und­ir kodd­un­um hjá fólki á þess­um tíma. Við þorðum ekki að fjár­festa í hluta­bréf­um og gát­um ekki fjár­fest í rík­is­skulda­bréf­um, svo dæmi séu tek­in. Við ákváðum því að lána Kópa­vogs­bæ á hæstu vöxt­um, ein­mitt til að verja sjóðinn og gæta hag­muna sjóðsfé­laga. Þetta skilaði sér í því að við vor­um með næst­bestu ávöxt­un allra líf­eyr­is­sjóða í land­inu. Menn verða svo að hafa í huga að Kópa­vogs­bær er ábyrgðaraðili sjóðsins,“ seg­ir Gunn­ar.

Hann seg­ir betra að bjarga líf­eyr­is­sjóði starfs­manna Kópa­vogs­bæj­ar en að vera kærður. Það verði bara að fara sýna leið en hann sé ekki með neitt á sam­visk­unni. „Því er hins veg­ar ekki að leyna að stjórn­inni þykir mjög miður að þetta hafi endað með kæru á hend­ur okk­ur, sér­stak­lega í ljósi sam­komu­lags­ins sem var fyr­ir hendi. Von­andi verður fallið frá þessu enda er þetta al­gjört smá­mál í sam­an­b­urði við það sem FME ætti að vera vinna við.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert