Staðan skýrist í næstu viku

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Árni Sæberg

Vinna við áætl­un í rík­is­fjár­mál­um, þar sem farið er ná­kvæm­lega yfir niður­skurðar­til­lög­ur og breyt­ing­ar á skatta­mál­um á næstu árum, er langt kom­in og er stefnt á að kynna þær eft­ir helgi. „Von­andi verður hægt að gera enn frek­ar grein fyr­ir stöðu mál í byrj­un næstu viku,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra.

Eins og greint er frá í Morg­un­blaðinu í dag er stefnt á að skorið verði niður um tíu pró­sent í ráðuneyt­um, öll­um nema mennta­mála-, heil­brigðis-, og fé­lags­málaráðuneyt­um. Stefnt er á 7 pró­sent niður­skurð í rekstri mennta­málaráðuneyt­is­ins og 5 pró­sent  í heil­brigðis- og fé­lags­málaráðuneyti. Sam­tals er það um 14 til 17 millj­arðar, sé mið tekið af rekstr­ar­gjöld­um fyr­ir fjár­lög þessa árs.

„Það þarf að horf­ast í augu við stöðuna í heild, en það er erfitt að segja ná­kvæm­lega til hvaða aðgerða verður gripið á ár­un­um 2012 og 2013, svo dæmi séu tek­in. Það verður að meta aðstæður á hverj­um tíma, en jafn­framt að vera með heild­stæða áætl­un í þess­um efn­um,“ sagði Stein­grím­ur.

Full­trú­ar stjórn­valda hafa í dag fundað með aðilum vinnu­markaðar­ins og hafa ýmis mál er varða rík­is­fjár­mál og aðgerðir fyr­ir at­vinnu­lífið verið rædd. Ekki ligg­ur enn fyr­ir hvort Sam­tök at­vinnu­lífs­ins muni segja upp kjara­samn­ingi fyr­ir mánaðar­mót eins og margt hef­ur bent til. Sér­stak­lega hafa for­vars­menn at­vinnu­rek­enda lagt ríka áherslu á að stýri­vext­ir verði lækkaðir, en þeir eru nú 12 pró­sent.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert