„Stemmningin var góð“

Mótmælendur á Austurvelli.
Mótmælendur á Austurvelli. Heiðar Kristjánsson

Nokk­ur hundruð manns komu sam­an á Aust­ur­velli til að taka þátt í mót­mælaaðgerðum sem skipu­lögð voru af Rödd­um fólks­ins. Nokkr­ir mót­mæl­enda kveiktu í flug­elda­tertu, með til­heyr­andi spreng­ing­um, en að öðru leyti hef­ur allt gengið friðsam­lega fyr­ir sig að sögn lög­reglu.

For­svars­menn Radda fólks­ins og lög­regl­an voru ekki sam­mála um hversu marg­ir hefðu verið á Aust­ur­velli. Lög­regl­an sagði um 100 en hjá Rödd­um fólks­ins feng­ust þær upp­lýs­ing­ar að um 1000 manns hefðu verið á svæðinu. Aðrir sem voru á svæðinu, sem mbl.is ræddi við, sögðu að lík­lega hefðu nokk­ur hundruð manns verið á svæðinu þegar mest var.

„Þetta gekk skín­andi vel og stemmn­ing­in var góð,“ sagði Hörður Torfa, forsprakki Radda fólks­ins. Ann­ar mót­mæla­fund­ur var boðaður á laug­ar­dag­inn eft­ir viku. „Það get­ur samt vel verið að blásið verði til fund­ar í miðri næstu viku. Það mik­il undir­alda í þjóðfé­lag­inu vegna stöðu heim­il­anna. Stóra spurn­ing­in er; hvenær á að gera eitt­hvað fyr­ir þau?“ sagði Hörður í sam­tali við mbl.is.

Andrea Ólafs­dótt­ir frá hags­muna­sam­tök­um heim­il­anna og Jó­hann­es Þ. Skúla­son, sagn­fræðing­ur og grunn­skóla­kenn­ari, fluttu ræður, m.a. um Ices­a­ve-skuld­bind­ing­ar og stöðu heim­ila og fyr­ir­tækja. Mót­mæl­end­ur kröfðust þess að út­rás­ar­vík­ing­ar og auðjöfr­ar, sem stofnað hefðu til skulda sem þjóðin sæti nú uppi með, myndu svara til saka.

Heiðar Kristjáns­son
Heiðar Kristjáns­son
Heiðar Kristjáns­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka