Stofna Bankasýslu ríkisins

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um Bankasýslu …
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um Bankasýslu ríkisins. Árni Sæberg

Rík­is­stjórn­in hef­ur samþykkt að koma á fót nýrri rík­is­stofn­un sem kem­ur til með að heita Banka­sýsla rík­is­ins. Mark­mið stofn­un­ar­inn­ar er „að byggja upp heil­brigt og öfl­ugt fjár­mála­kerfi og fylg­ist með ár­angri þess með mark­viss­um hætti."

Það er Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra sem lagði frum­varpið fram á Alþingi. Banka­sýslu rík­is­ins er ætlað að starfa í fimm ár, en að þeim tíma lokn­um verður stofn­un­in lögð niður. Gert er ráð fyr­ir að yfir stofn­un­inni verði þriggja manna stjórn og að hún ráði for­stjóra. Miðað er við að starfs­menn Banka­sýsl­unn­ar verði 3-5 og að ár­leg út­gjöld henn­ar verði 70-80 millj­ón­ir sem greiðist úr rík­is­sjóði.

Í fyrstu grein frum­varps­ins seg­ir að „mark­mið þess­ar­ar nýju stofn­un­ar [sé] að stuðla að upp­bygg­ingu öfl­ugs inn­lends fjár­mála­markaðar og stuðla að virkri og eðli­legri sam­keppni á þeim markaði, tryggja gagn­sæi í allri ákv­arðana­töku varðandi þátt­töku rík­is­ins í fjár­mála­starf­semi og tryggja virka upp­lýs­inga­miðlun til al­menn­ings."

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu seg­ir að mik­il­vægt sé að ís­lenska ríkið marki eig­enda­stefnu gagn­vart fjár­mála­fyr­ir­tækj­um sem það á eign­ar­hluti í. Fjár­málaráðuneytið vinni að því að móta slíka stefnu í sam­vinnu við viðskiptaráðuneytið. Við mót­un stefn­unn­ar verði byggt m.a. á skýrslu OECD um þessi mál sem ný­lega kom út. Einnig verði horft til reynslu Norðmanna. Lyk­il­atriðið sé að þátt­taka rík­is­ins í rekstri fyr­ir­tækj­anna „sé gagn­sæ, trú­verðug og haf­in yfir vafa. Vinna þarf eft­ir skýr­um mark­miðum og leik­regl­um en ekki hlutast til um dag­lega stjórn fyr­ir­tækj­anna." 

Í frum­varp­inu kem­ur fram að sér­stakri val­nefnd verður farið að til­nefna ein­stak­linga til setu í stjórn­um og bankaráðum fjár­mála­fyr­ir­tækja en Banka­sýsla rík­is­ins kýs stjórn­ir fyr­ir­tækj­anna á hluta­hafa­fund­um. Al­menn­ingi verður gert kleift að koma nöfn­um sín­um og fer­il­skrám á fram­færi við nefnd­ina og bjóða sig þannig fram til setu í bankaráðum og stjórn­um fyr­ir hönd rík­is­ins.

Á að und­ir­búa sölu banka

Eitt af hlut­verk­um Banka­sýslu rík­is­ins verður að und­ir­búa og vinna til­lög­ur um sölu á eign­ar­hlut­um rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um og gera til­lög­ur til fjár­málaráðherra um hvort og hvenær fýsi­legt sé að bjóða til­tekna eign­ar­hluti til sölu á al­menn­um markaði.

Frum­varpið veit­ir Banka­sýslu rík­is­ins heim­ild til að stofna og fara með eign­ar­hluti í hluta­fé­lög­um svo framar­lega þau þjóni hlut­verki og til­gangi stofn­un­ar­inn­ar. Í grein­ar­gerð seg­ir að þarna gæti verið um að ræða fé­lög sem hefðu það mark­mið að aðstoða fjár­mála­fyr­ir­tæki við end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tækja. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert