Tjáir sig ekki um vinnubrögð annarra sveitarfélaga

Fjármálaeftirlitið tjáir sig ekki um einstaka eftirlitsskylda aðila.
Fjármálaeftirlitið tjáir sig ekki um einstaka eftirlitsskylda aðila. mbl.is/Eyþór

Fjármálaeftirlitið vill ekki svara því hvort þau vinnubrögð sem ástunduð hafa verið hjá Lífeyrissjóði Kópavogs hafi verið stunduð hjá fleiri sveitarfélögum. Fjármálaeftirlitið hefur kært stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar (LSK) til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra vegna gruns um brot á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og einnig vegna meintra brota á almennum hegningarlögum.

Morgunblaðið óskaði eftir upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu um hvort stofnunin hefði rofið samkomulag sem það gerði við stjórn LSK um að sjóðurinn fengi frest til 31. júlí til að gera úrbætur á fjárfestingastefnu sjóðsins, en þessu er haldið fram í fréttatilkynningu sem stjórn sjóðsins sendi frá sér í gær.

Í svari sem Sigurður Valgeirsson upplýsingafulltrúi sendi Morgunblaðinu segir að FME tjái sig ekki um samskipti við einstaka eftirlitsskylda aðila.

Við öðrum spurningum blaðsins gefur upplýsingafulltrúinn engin svör heldur vísar í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins um málið.


Svar Fjármálaeftirlitsins við spurningu um hvort vinnubrögð stjórnar LSK eigi einnig við önnur sveitarfélög er eftirfarandi: "FME telur ekki viðeigandi að fjalla almennt um vinnubrögð annarra sveitarfélaga."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka