Umræðan endurvakin á Austurvelli

HÖRÐUR Torfason, forsprakki Radda fólksins, sem hafði vikulega mótmælafundi á …
HÖRÐUR Torfason, forsprakki Radda fólksins, sem hafði vikulega mótmælafundi á laugardögum sl. vetur sem þúsundir mættu á. Ómar Óskarsson

„Það fullt tilefni til þess að endurvekja umræðu meðal almennings um stöðuna í landinu, og þá ekki síst hjá heimilum og fyrirtækjum. Lítið sem ekkert hefur gerst hjá þeim,“ sagði Hörður Torfason, forsprakki Radda fólksins, í samtali við mbl.is nú fyrir skömmu. Mótmælafundur hefst á Austurvelli klukkan 15:00.

Hörður segir að megináherslan verði lögð á Icesave-samninga, stöðu heimila og fyrirtækja, og ekki síst kröfuna um að „hvítflibbaglæpamenn“ verði látnir gjalda fyrir gjörðir sínar. „Ég reikna ekki endilega með mörgum á fundinn í dag, en eftir því sem tíminn líður, og ekkert gerist hjá fólki sem hefur misst allt án þess að eiga það skilið, þá mun hljómurinn frá okkur verða sífellt háværari,“ sagði Hörður.

Ræðumenn dagsins í dag eru Andrea Ólafsdóttir, stjórnarmaður í hagsmunasamtökum heimilanna, og Jóhannes Þ. Skúlason, sagnfræðingur og grunnskólakennari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert