Varnarmálastofnun lögð niður

Varnarmálastofnun.
Varnarmálastofnun.

Framlög til Varnarmálastofnunar verða skorin niður en ætlunin er að leggja stofnunina niður í núverandi mynd. Utanríkisráðuneytið segir, að niðurskurðurinn muni ekki bitna á varnar- og öryggisskuldbindingum Íslendinga.

Utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt, að rekstrarútgjöld verði á næsta ári skorin niður um 10% til viðbótar áður ákveðnum sparnaði. Þá muni ráðuneytið spara 190 milljónir króna á þessu ári umfram það sem áður var boðað.

Segir ráðuneytið, að nálægt 3/4 hlutar útgjalda utanríksráðuneytisins séu í erlendri mynt og sé ráðuneytið því viðkvæmara fyrir áhrifum gengisbreytinga en annar rekstur hins opinbera.

Verulega verða dregin saman framlög til þróunarsamvinnu og friðargæslu á meðan Íslendingar ganga í gegnum efnahagslegar þrengingar en aukið verður við að nýju, að sögn ráðuneytisins, þegar efnahagslífið verður komið á réttan kjöl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka