Veiði hófst í Elliðaánum um klukkan sjö í morgun. Borgarstjórinn í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hóf veiðarnar eins og hefð mælir fyrir um og veiddi sinn maríulax um klukkan hálfátta í morgun með dyggri aðstoð Ásgeirs Heiðars leiðsögumanns. Var það fimm punda hrygna, nýgengin sem tók maðkinn á Breiðunni.