Búið að veiða fjóra hvali

Langreyður skorin í Hvalstöðinni í Hvalfirði.
Langreyður skorin í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Ómar Óskarsson

Fjór­ar langreyðar eru komn­ar á land í Hval­f­irði, en þar vinna um 70 manns að hvalsk­urði og vinnslu hvala­af­urða. Þoka og lé­legt skyggni er nú á miðunum. Gunn­laug­ur Fjól­ar Gunn­laugs­son seg­ir að vertíðin fari vel af stað og von­ast eft­ir að tak­ist að veiða fleiri dýr í dag.

"Það er eins og verk­smiðjan hafi stoppað í fyrra­dag, en ekki fyr­ir 20 árum," sagði Gunn­laug­ur þegar hann var spurður hvernig gengi að koma verk­smiðjunni í gang.

Hval­ur 9 er nú á miðunum, en stefnt er að því að Hval­ur 8 fari út í næstu viku. Gunn­laug­ur sagði að stutt væri á miðin og næg­ur hval­ur í sjón­um. Það þyrfti hins veg­ar að vera sæmi­lega gott skyggni svo að hval­veiðimenn gætu at­hafnað sig.

Gunn­laug­ur sagði að um 70 manns störfuðu hvals­stöðinni í Hval­f­irði, um 30 manns væru í áhöfn hval­bát­anna og um 20 manns ynnu í fryst­ing­unni á Akra­nesi.

Sam­kvæmt reglu­gerð sjáv­ar­út­vegs­ráðherra má í ár veiða 150 langreyðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert